news

10 maí 2019

10. 05. 2019

Sæl öll

Vikurnar rjúka áfram og börnin farin að vera meira úti enda veðrið mjög gott.
Þann 16. maí er opið hús í leikskólanum milli klukkan 14:00 og 16:00 með svipuðu sniði og undanfarin ár. Foreldrafélagið skipuleggur ýmislegt (nánar auglýst síðar) og börnin sína afrakstur vinnu sinnar síðasta skólaárs.
Verið er að leggja lokahönd á skipulag næsta vetrar og munum við kynna það fyrir foreldrum um leið og allt er komið á hreint. Þetta mun skýrast fljótlega og ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við mig.
Ég vil minna foreldra á að loka hliðunum á útisvæði sérstaklega þarf að huga að hliði við Undraland en það stendur stundum á sér. Það er ekki gott ef hliðið er opið og börnin í leik á lóðinni.
Nú væri gott að huga að sólarvörn í hólf barnanna.
Eigið góða helgi :)

© 2016 - 2020 Karellen