news

Árgangur 2015 í útskriftarferð og útskrift barnanna

09. 06. 2021

Miðvikudaginn 26. maí skelltu börn í elsta árgangi og kennarar þeirra sér í útskriftarferð. Það var frábært veður og dagskráin tókst vel. Farið var m.a. að Seljalandsfossi og gengið þaðan að Gljúfrabúa. Farið var að Stóra Dímon og sum gengu upp á fjallið meðan önnur voru í rólegheitum á meðan. Svo var ferðinni heitið að Goðalandi þar sem þau fengu pylsur og meðlæti og í eftirrétt voru ávextir og sleikjó. Þaðan var farið í smá heimsókn til Jans Þórs en hann á heima rétt hjá Goðalandi. Þar var ýmislegt skoðað. Eftir heimsóknina var farið í Þorsteinslund og börnin gátu vaðið í læknum ef þau vildu. Eftir að búið var að vaða og leika sér í Þorsteinslundi var farið í N1 en þeir hafa undanfarinn ár gefið börnunum ís í útskriftaferðinni. Frábær ferð og veðrið ekki síðra. Við fengum Kristínu Leifs til að ferja okkur í rútu og eigum við henni miklar þakkir fyrir.

Útskrift árgangs 2015 var 28. maí klukkan 14:00 í sal Hvolsskóla.

Þetta árið útskrifuðum við 15 börn við hátíðlega athöfn. Fyrst kynnti skólastjóri dagskrá útskriftarinnar og svo tók Maríanna Másdóttir við og spilaði undir og söng með börnunum 2 lög. Eftir það hélt Unnur deildarstjóri smá ræðu þar sem hún fór yfir veturinn og starfið sem unnið hefur verið. Í lokinn afhenti Sólbjört leikskólastjóri börnunum útskriftaskírteini. Eftir það var boðið upp á möffins, kaffi og djús. Frábær dagur og allt gekk mjög vel. Dugleg og einstaklega stillt börn og við vitum að framtíðin er björt hjá þessum börnum.

© 2016 - 2021 Karellen