news

Dagur leikskólans

05. 02. 2021

Dagur leikskólans er haldinn 6. febrúar en að þessu sinni ber daginn upp á laugardag. Þetta verður í 14. skipti sem þessum skemmtilega degi er fagnað.

Sjötti febrúar er merkilegur dagur í sögu leikskólans því það var á þessum degi árið 1950 sem frumkvöðlar leikskólakennara stofnuðu fyrstu samtök sín, eða fyrir sléttum 70 árum.

Við í leikskólanum ákváðum að vera með rugludag og ganga saman að Kirkjuhvoli og syngja fyrir heimilisfólk. Það tókst mjög vel og börnin komu mjög glöð til baka.

Eftir hádegi var börnunum boðið uppá köku sem bökuð var í tilefni dagsins. Allra yngstu börnin fengu ávexti.

© 2016 - 2021 Karellen