news

Framundan

11. 05. 2020

Nú er hafin ný vika í hefðbundnu skólahaldi og bæði börn og starfsfólk eru hress og kát að komast í sína föstu rútínu. Það sem er framundan hjá börnunum er skólaslitin hjá elstu börnunum en þau verða haldinn 5. júní næstkomandi. Hún verður haldin með öðru sniði en hefur verið en það verður auglýst þegar nær dregur. Síðan er það vorhátíðin en hún verður eins og útskriftin haldin með öðru sniði í ár. Þar sem við erum enn með fjöldatakmarkannir og tveggja metra regluna þurfum við að endurskoða þessa hluti og reyna að útfæra þá á sem bestan hátt fyrir börnin.

Sólbjört fór í barnsburðarleyfi núna í maí byrjun og verður þangað til í 1. febrúar og mun ég sinna hennar starfi á meðan. Gyða Björgvinsdóttir leysir mig af sem aðstoðarleikskólastjóri. Helga Kristín kom úr barnsburðarleyfi og ný til starfa er hún Elín Elfa sem verður í afleysingum hjá okkur.

Föstudagurinn 22. maí lokar leikskólinn kl 13 vegna starfsdags. En 4. júní verður leikskólinn lokað kl 13 vegna námskeiðsdags starfsfólksins.

kveðja Valborg

© 2016 - 2020 Karellen