news

Heimsóknir milli deilda

23. 06. 2021

Kæru foreldrar

Í dag var síðasta heimsókn barnanna milli deilda. Þau börn sem flytjast milli deilda í ágúst hafa verið að fara í heimsókn á þá deild sem þau flytja á. Skoða og leika sér og um leið kynnast starfsfólkinu sem mun taka á móti þeim. Þessar heimsóknir hafa tekist sérlega vel og börnin glöð og dugleg að leika sér.

Þau börn sem ekki flytjast á milli deilda kynnast líka þeim börnum sem eru að koma á deildina þeirra í ágúst og er von okkar sú að aðlaganir í ágúst verði ánægjulegar.

Nú styttist í sumafrí en á föstudaginn klukkan 12 lokar leikskólinn og svo opnum við aftur klukkan 12:00 þann 3. ágúst. Börnin mæta á sína deild og í fyrstu vikunni eftir sumafrí hefjast svo aðlaganir á milli deilda og foreldrar verða upplýstir um aðlögun síns barns. Þegar búið er að aðlaga á milli deilda þá taka við aðlaganir nýrra barna og er von okkar sú að aðlaganir fyrir haustið verði búnar í fyrstu vikunni í september.

© 2016 - 2021 Karellen