news

Jól í skókassa

24. 10. 2019

Sæl

Deildarstjórar hafa allir sent á ykkur í tölvupósti en ég vil endilega minna á þetta verðuga verkefni sem við höfum gert undanfarin ár.

Við ætlum að taka þátt í þessu fallega verkefni Jól í skókassa hjá KFUM og KFUK, líkt og við höfum gert hér í leikskólanum undanfarin ár. Þetta snýst um að gefa þeim sem engar gjafir fá smá jólaglaðning og gleði í hjarta.

Okkur þætti vænt um að þið hjálpuðuð okkur við þetta.

Það er alls ekki skylda að taka þátt en oft er það nú svo að á hverju heimili leynist eitthvað smotterí sem enginn er að nota og margt smátt gerir eitt stórt.

Okkur langar að safna í 1 kassa fyrir dreng og 1 fyrir stúlku á hverri deild

Í kassann skal setja a.m.k. einn hlut úr hverjum eftirtalinna flokka:

 • Leikföng, t.d. litla bíla, bolta, dúkku, bangsa eða jó-jó. Athugið að láta auka rafhlöður fylgja rafknúnum leikföngum.
 • Skóladót, t.d. penna, blýanta, yddara, strokleður, skrifbækur, liti, litabækur eða vasareikni.
 • Hreinlætisvörur. Óskað er eftir því að allir láti tannbursta, tannkrem og sápustykki í kassann sinn. Einnig má setja greiðu, þvottapoka eða hárskraut.
 • Sælgæti, t.d. sleikjó, brjóstsykur, pez, tyggjó eða karamellur.
 • Föt, t.d. húfu, vettlinga, sokka, trefil, bol eða peysu.

HVAÐ MÁ EKKI FARA Í SKÓKASSANA?

 • Mikið notaðir eða illa farnir hlutir.
 • Matvara.
 • Stríðsdót, t.d. leikfangabyssur, leikfangahermenn eða hnífar.
 • Vökvar, t.d. sjampó, krem eða sápukúlur.
 • Lyf, t.d. vítamín, hálsbrjóstsykur eða smyrsl.
 • Brothættir hlutir, t.d. speglar eða postulínsdúkkur.
 • Spilastokkar. Þar sem spilastokkar eru tengdir fjárhættuspilum í Úkraínu, óskum við eftir að þeir séu ekki gefnir í skókassana.

Deildarstjórar hafa hengt upp lista á töflurnar við hverja deild og þar geta foreldrar merkt við það sem þeir kjósa að koma með og svo er hægt að sjá hvað vantar.

Við stefnum á að klára kassana í 29. október svo gott væri að skila inn í síðasta lagi mánudaginn 28 október

Með von um góð viðbrögð.

© 2016 - 2020 Karellen