news

Leikskólakennara vantar

10. 06. 2021


Leikskólinn auglýsir lausar stöður.

100% stöður leikskólakennara

Leikskólinn Örk er 5 deilda leikskóli þar sem starfa um 100 hressir nemendur og um 35 kennarar og starfsmenn. Uppeldisstefna Arkarinnar byggir á hugmyndafræði hugsmíðahyggju. Hugmyndafræðin felur í sér að börnin séu leitandi, gagnrýnin og tileinki sér þekkingu og skilning með ígrundun, lausnaleit, rökhugsun og að þau læri að nýta sér það í leik og starf. Að börn geti tekið vel ígrundaðar ákvarðanir sem byggðar eru á þekkingu þeirra og gildismati.

Hæfnikröfur kennara:

  • -Leyfisbréf kennara
  • -Góð íslenskukunnátta skilyrði í ræðu og riti,
  • -Búa yfir góðri færni í mannlegum samskiptum,
  • -Góð tölvukunnátta
  • -Sýna frumkvæði, sveigjanleika, sjálfstæði og metnað fyrir starfi sínu.
  • -Þeir þurfa að vera tilbúnir til að vinna að uppeldi og menntun barna í samræmi við námskrá og í nánu samstarfi við stjórnendur.

Umsóknarfrestur er tilog með 25. júní nk. Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um.

Umsóknum skal skila ásamt ferilskrá og meðmælum á heimasíðu leikskólans http://ork.leikskolinn.is/ undir flipanum- Uppslýsingar – Starfsumsóknir.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum FL við SÍS. Fáist ekki leikskólakennari er heimilt að ráða í stöðuna til eins árs. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sólbjört Sigríður Gestsdóttir leikskólastjóri í síma 848 4270 eða með tölvupósti á leikskoli@hvolsvollur.is.

© 2016 - 2021 Karellen