news

Starfsdagur 16. mars

13. 03. 2020

Sælir kæru foreldrar og nemendur

Við lifum merkilega tíma svo ekki sé meira sagt.

Eins og fram kom í fréttum í dag voru ýmsar hömlur settar á skólastarf frá og með mánudeginum. Af þeim sökum hefur verið ákveðið að sá dagur verði skipulagsdagur hjá okkur og nemendur eru þá ekki að koma í skólann. Við munum nýta þann dag til að skipuleggja skólastarfið út frá þeim skilyrðum sem skólastarfi voru sett í dag. Þegar framhaldið er orðið ljóst, sendum við ykkur upplýsingar. Mögulega skýrist myndin eitthvað betur um helgina og þá sendi ég á ykkur línu.

Hér má sjá tilkynninguna sem var að fara "í loftið":

Starfsdagur í Hvolsskóla og Leikskólanum Örk mánudaginn 16. mars.

Í ljósi nýrra fyrirmæla yfirvalda um skólastarf grunn- og leikskóla vegna COVID-19 faraldursins, fellur allt skólastarf leik- og grunnskóla niður nk. mánudag sem og frístundastarf barna og ungmenna á vegum sveitarfélagsins. Starfsdagurinn verðu nýttur af stjórnendum og starfsfólki til endurskipulagningar starfsins.

Athugið að Skólaskjól verður einnig lokað þennan dag og samfellustarf fellur niður.

Njótið helgarinnar :)

Kveðja Sólbjört

© 2016 - 2020 Karellen