news

Útskrift árgangs 2013

28. 05. 2019

Í gær var útskrift elstu barna í leikskólanum. Útskriftin var í Hvolnum og góð mæting var hjá fjölskyldum og vinum barnanna. Í ár útskrifuðum við 21 barn, 9 stráka og 12 stelpur.

Börnin sungu 2 lög undir stjórn Sæbjargar Evu Hlynsdóttur sem hefur séð um tónlistakennslu þeirra í vetur.

Unnur deildarstjóri hélt smá ræðu og börnin fengu svo birkiplöntu sem þau geta gróðursett, skjal og bók frá Sæbjörgu og svo að lokum ferilmöppurnar sem í var útskriftaskjal frá leikskólanum ásamt verkefnum frá leikskólabyrjun.

Í lokin var boðið uppá Kaffi, djús og skúffuköku.

Frábær dagur.

© 2016 - 2020 Karellen