news

Vorhátíð 16. júní

16. 06. 2021

Kæru foreldrar

Í dag gátum við loksins verið með vorhátíð og ekki var það síðra að foreldrar gátu tekið þátt með okkur. Upphaflega var gert ráð fyrir vorhátíð og opnu húsi en eins og við vitum þá voru samfélagshöft þannig að ekki var hægt að halda hátíðina á þeim tíma.

Það var mikið stuð og virtust allir skemmta sér mjög vel.

Lögreglan, slökkviliðið og sjúkrabíll voru á svæðinu. Börnin gátu skoðað bílana og spjallað við starfsmenn. Íþróttaálfurinn og Solla Stirða mættu á svæðið og skemmtu börnunum og auðvitað gaman fyrir foreldrana líka. Einnig fengu allir pylsur og djús og svo var ís frá Valdísi í eftirrétt. Starfsfólk og börn máluðu andlit barna með málningu.

Einstaklega góður dagur og á foreldrafélag leikskólans góðar þakkir fyrir góða skipulagningu.

Starfsfólkið var mjög ánægt með að geta loksins leyft foreldrum að njóta með okkur og vorum við farinn að sakna þess að geta ekki brotið upp starfið á skemmtilegan hátt.


© 2016 - 2021 Karellen