Karellen

Foreldraráð

Foreldraráð Leikskólans Arkar starfar samkvæmt ákvæðum 11. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008. Í foreldraráði eiga sæti 4 fulltrúar sem kosnir eru á aðalfundi ár hvert. Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og fræðslunefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum.

Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi.

Í foreldraráði sitja:

Björk Guðnadóttir, Bjarki Oddsson og Árný Lára Karvelsdóttir

Tengiliður skólans; Sólbjört Sigríður Gestsdóttir, leikskólastjóri

© 2016 - 2023 Karellen