Karellen
news

Jákvæður agi á starfsdegi

21. 11. 2022

Föstudaginn 10. nóvember sat starfsfólk fyrri hluta innleiðinganámskeiðs í jákvæðum aga. Í framhaldinu verður svo farið markvisst í vinnu með jákvæðan aga í leikskólanum. Í febrúar 2023 á starfsdegi verður svo seinni hluti námskeiðsins.

Fimm undirstöðuatriði fyrir jákvæðan aga eru :

  • Jákvæður agi hjálpar börnum að upplifa tengingu (að tilheyra, að skipta máli og að leggja sitt af mörkum)
  • Jákvæður agi er að sýna góðvild og festu á sama tíma (með virðingu og hvatningu)
  • Jákvæður agi hefur áhrif til lengri tíma (refsingar geta „virkað“ til skamms tíma en hafa neikvæð langtímaáhrif)
  • Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni ( virðingu, umhyggju fyrir öðrum, lausnaleit, samvinnu og að leggja sitt af mörkum)
  • Jákvæður agi veitir börnum tækifæri til að upplifa persónulegt vald og sjálfræði
  • Í framhaldinu verður svo kynning fyrir foreldra.

© 2016 - 2023 Karellen