Karellen
news

Jól í skókassa

01. 11. 2022

Í gær kláruðum við að setja í skókassa ýmislegt sem kom að heiman í verkefnið Jól í skókassa. Það er gaman að segja frá því að 13 skókassar fóru frá okkur þetta árið til barna sem jafnvel fá ekki aðra gjöf þessi jólin.

Takk fyrir þeir sem komu með allskonar í kassana því án ykkar hjálpar hefðum við ekki getað sent svona marga kassa frá okkur. Foreldrafélagið styrkir einnig verkefnið með því að setja með pening fyrir flutningskostnaði.

© 2016 - 2023 Karellen