Kæru foreldrar og forráðamenn
Í þessari viku höfum við verið að vinna með ljós og skugga í leikskólanum. Fjölmörg flott verkefni tengd þessu þema hafa verið unnin í leikskólanum þessa viku og vonandi heldur þessi vinna áfram. Foreldrar geta séð myndir í karellen appinu sínu.
Ég var svo heppinn að fá boðskort á skuggaleikhús sýningu hjá hópnum Rauði einhyrningurinn í Tónalandi. Þar voru börnin í hópnum búinn að skrifa sögu og sköpuðu persónur/dýr sem þau vildu hafa í leikritinu. Þá þurfti að teikna hugmyndina á blað/þykkan pappír og klippa. Svo þurfti að æfa leikritið og þá reynir að hóp barnanna að ná þessu sameiginlega markmiði sem lokasýningin var. Í þessu verkefni er því búið að samþætta marga þætti í skólanámskrá leikskólans ásamt aðalnámskrá.
Set nokkrar myndir frá sýningunni hér ásamt því að þakka hópnum fyrir sérlega skemmtilega sýningu.