Karellen


Myndaniðurstaða fyrir tákn með tali myndir


Tákn með tali (TMT)

Tákn með tali er tjáningarform, ætlað heyrandi einstaklingum sem eiga við mál- og talörðugleika að stríða. Það er byggt á látbragði, svipbrigðum, táknum og tali.

Í TMT eru táknin alltaf notuð samhliða töluðu máli og aðeins lykilorð hverrar setningar, eitt eða fleiri, táknuð. TMT er leið til tjáskipta jafnframt því sem hún örvar málvitund og málskilning barna.

Tengd mynd

Táknunum er skipt í:
Náttúruleg tákn - byggjast á því að athöfn er leikin eða eiginleikum lýst.
Eiginleg/samræmd tákn - eru flest fengin að láni úr táknmáli heyrnarlausra.

Flestir nota látbragð og náttúruleg tákn í daglegum samskiptum án þess að vera meðvitaðir um það. Þeir kinka kolli um leið og þeir segja já, hrista höfuðið þegar þeir segja nei, vinka og segja bless ofl.

Í leikskólanum höfum sett tákn við marga texta í sönglögum sem börnin eru að læra, eins notum við táknin í matartímum, samverustundum og í leik.

Það sýnt sig að notkun tákna styður mjög vel við og ýtir undir máltöku barna.

Útfærsla táknanna tekur mið af taltakti og laðar þannig fram myndun málhljóða.
Táknin styðja börn í myndun setninga.
Notkun TMT hefur í för með sér meiri og markvissari boðskipti.

Notkun TMT eflir sjálfstæði og lífsgæði aukast.

Hægt er að skoða heimasíðu TMT og kynna sér tákn með tali: htt://tmt.is

© 2016 - 2023 Karellen