Karellen
VERKLAGSREGLUR LEIKSKÓLA RANGÁRÞINGS EYSTRA
Um umsókn, innritum, gjaldtökur og innheimtu leikskólagjalds.
Rangárþing eystra á og rekur leikskólann Örk á Hvolvelli. Örk er 5 deilda leikskóli með Á heimsíðu leikskólans http://ork.leikskolinn.is/er hægt að nálgast upplýsingar um leikskólann.
INNRITUN
1. Skilyrði fyrir leikskóladvöl barns er lögheimili í Rangárþingi eystra og er farið eftir búsetu forráðamanna samkvæmt Þjóðskrá.
2. Innritun í leikskólann fer fram á heimasíðu Arkar http://ork.leikskolinn.is/
3. Heimilt er að sækja um leikskólavist þegar barn hefur fengið kennitölu.
4. Leikskólinn er fyrir börn frá 12 mánaða aldri til 6 ára. Börn hefja að jafnaði leikskólagöngu frá ágúst – október ár hvert og á öðrum tíma ef aðstæður leyfa. Úthlutun leikskólaplássa fer fram í júní ár hvert fyrir komandi skólaár og eru foreldrar því hvattir til að sækja um fyrir 1 júní ár hvert. Þegar barnið hefur fengið inngöngu í leikskóla er foreldrum svarað í rafrænu bréfi. Foreldrar þurfa að staðfesta leikskóladvölina rafrænt innan 14 daga frá því að boð berst. Hafi staðfesting frá foreldrum ekki borist innan tilskilins frests er barnið tekið af lista og öðru barni boðið plássið. Hafi barn fengið inngöngu í leikskólann geta foreldrar óskað eftir því að fresta leikskólagöngu barnsins í samráði við leikskólastjóra.
5. Öllum foreldrum er heimilt að sækja um leikskólapláss óháð lögheimili en barni er ekki úthlutað plássi fyrr en staðfest er að það á lögheimili í Rangárþingi eystra. Samstarf er á milli nágrannasveitafélags um vistun barna við sérstakar aðstæður.
6. Leikskólaplássum er að öllu jöfnu úthlutað eftir dagsetningu umsóknar og reglum um forgang. Ef biðlisti myndast er leikskólavist úthlutað eftir aldri barns og eldri börn fá vistun á undan sér yngri. Þegar kemur að vali milli barna sem fædd eru á sama ári og hafa náð tilskildum aldri, gildir aldur umsókna. Þó geta sérstakar aðstæður barna og í skólanum haft áhrif á úthlutun leikskólaplássa.
7. Hægt er að sækja um forgang fyrir barn ef sérstakar aðstæður mæla með því. Ef forgangur er samþykktur fer viðkomandi barn fram fyrir önnur börn sem bíða eftir leikskólavist. Hægt er að sækja um forgang vegna eftirtalinna aðstæðna:
 Börn með fötlun eða frávik í þroska
 Börn sem að mati sérfræðinga hafa sérstaka þörf fyrir leikskóladvöl
 Börn í elsta og næst elsta árgangi leikskólans
 Börn starfsmanna Arkar
 Börn einstæðra foreldra
Þegar sótt er um forgang af félagslegum eða heilsufarslegum ástæðum skal umsókninni fylgja vottorð frá viðurkenndum greiningaraðila s.s. lækni, félagráðgjafa eða öðrum sem með málin fara.
GJALDSKRÁ
1. Sveitastjórn ákveður gjaldskrá leikskólans. Gjaldskráin er endurskoðuð um hver áramót og tekur sveitarstjórn ákvörðun um breytingar á henni.
Breytingar á gjaldskrá skulu auglýstar með eins mánaðar fyrirvara.
2. Einstæðir foreldrar greiða 40% lægra gjald. Slíti foreldrar sambúð skal leggja fram vottorð frá sýslumanni og lækkar þá gjald frá næstu mánaðamótum eftir að vottorð berst. Hefji einstæðir foreldrar sambúð skal greiða hærra gjald þegar sambúð hefst.
3. Öryrkjar greiða 15% lægra gjald sé annað foreldrið öryrki og 30% lægra gjald séu báðir foreldrar öryrkjar. Sækja þarf um afslátt vegna örorku. Umsókn þarf að fylgja afrit af örorkuskírteini sem staðfestir 75% örorku að lágmarki. Afsláttur er ekki afturvirkur.
4. Námsmenn fá 15 % afslátt ef annað foreldrið er í fullu lánshæfu námi og 30% afslátt ef báðir foreldrar eru í fullu lánshæfu námi og uppfylla kröfur um lágmarks námsframvindu hjá viðurkenndri menntastofnun. Sækja skal um slíka ívilnun til leikskólastjóra . Skila þarf innritunarvottorði frá skóla í upphafi hverrar annar. Einnig þarf að skila vottorði um námsframvindu eða námslok í júní og janúar. Ef þessu er ekki skilað inn skal afsláttur endurgreiddur. Vottorðum skal skila á skrifstofu leikskólastjóra . Afsláttur er ekki afturvirkur. Sé vottorði um námsframvindu ekki skilað skal afsláttur endurgreiddur.
5. Systkinaafsláttur er 50% fyrir annað barn og 90% fyrir þriðja barn. Systkinaafsláttur gildir einnig ef eitt af börnunum er vistað hjá dagmóður.
6. Fyrstu 4 klukkustundir eru gjaldfrjálsar fyrir elsta árgang leikskólabarna. Gjaldið breytist 1. september árið sem barn verður 5 ára.
7. Hjá leikskólanum gildir sú meginregla að barn skal taka fjögurra vikna samfellt sumarleyfi í tengslum við sumarlokun leikskólans, ekki er greitt fyrir sumarfrísmánuð.
Ef foreldrar óska eftir að taka 6 vikur samfellt eða lengur er hægt að fá niðurfellt fæðisgjaldið fyrir þann tíma sem barnið er í fríi.
Einnig ef barn fer í leyfi frá leikskólanum í 2 vikur samfellt á öðrum tíma en í tengslum við sumarlokun geta foreldrar óskað eftir niðurfellingu á fæðisgjöldum meðan á leyfinu stendur. Sækja verður um niðurfellinguna hjá leikskólastjóra tveimur vikum áður en fríið er tekið.
8. Ef barn er veikt samfellt í 3 vikur eða lengur er helmingur dvalargjalds og allur fæðiskostnaður endurgreiddur. Ef um endurgreiðslur vegna veikinda er að ræða, ber að framvísa læknisvottorði.
9. Ef börn eru ekki sótt á tilskildum tíma skal viðkomandi greiða gjald sem ákveðið er af sveitastjórn. Gjaldið verður innheimt með leikskólagjöldum næsta mánaðar.
INNHEIMTA
1. Leikskólagjöld eru greidd með heimsendum greiðsluseðlum.
Gjalddagi er 1. hvers mánaðar og eindagi 30. hvers mánaðar.
2. Leikskólagjöld eru innheimt í 11 mánuði á ári, þar sem öll börn skulu taka 4vikna samfellt sumarfrí. Leikskólagjöld eru ekki innheimt í júlímánuði, þó svo börn taki sumarfrí á öðrum tíma.
3. Þurfi að grípa til heildrænnar skerðingar á dvalartíma vegna manneklu, þannig að nemendur séu sendir heim, verða dagvistunargjöld fyrir þá daga endurgreidd.
DVALARTÍMI
1. Opnunartími leikskólans Arkar er samkvæmt samþykktum sveitarstjórnar hverju sinni.
2. Hámarksdvalartími barns í leikskólanum er 8,5 tímar á dag.
3. Ef lögheimili barns er meira en 10 km frá leikskóla er heimilt að skrá barnið í 3ja eða 4ra daga leikskóladvöl í viku og greiða í samræmi við það. Vikudaga skal ákveða í upphafi skólagöngu.
4. Hægt er að sækja um breytingar á dvalartíma og skal ósk þar um berast til leikskólastjóra fyrir 20. hvers mánaðar. Breytingar miðast við 1. eða 15.dag mánaðar eftir að sótt er um ef hægt er að koma þeim við og skulu gilda eigi skemur en þrjá mánuði.
UPPSÖGN
1. Dvalarsamningur skal gerður fyrir hvert barn þegar það hefur leikskólagöngu.
2. Segja skal upp leikskóladvöl skriflega. Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er einn mánuður og miðast við 1. eða 15. hvers mánaðar.
3. Ef um 3ja mánaða skuld vegna leikskólagjalda er að ræða skoðast það sem uppsögn á leikskóladvöl. Veita skal forráðamanni barns skriflega áminningu áður en til uppsagnar kemur.
4. Leikskólastjóra er heimilt að segja upp leikskóladvöl barns ef ítrekað er farið fram yfir umsamdan dvalartíma og ekki hefur verið farið að tilmælum starfsmanna leikskólans um úrbætur þar á. Veita skal forráðamanni barns skriflega áminningu áður en til uppsagnar kemur.
ANNAÐ
1. Foreldrum/forráðamönnum ber að tilkynna leikskólastjóra um breytingu á högum sínum, s.s. breytt heimilisfang, símanúmer og hjúskaparstöðu.
1. Starfsfólk leikskólans Arkar er bundið þagnarskyldu. Þagnarskyldan helst þó látið sé af störfum í leikskólanum.
2. Leikskólinn er lokaður 4 daga á ári vegna skipulagsdaga, 4 daga eftir hádegi vegna starfsmanna og samráðsfunda og 1 námskeiðsdags á hverju skólaári. Þeir eru ákveðnir að hausti og skráðir á skóladagatal leikskólans.
3. Samstarfssamningur er við Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu um ráðgjafar- og sérfræðiþjónustu.
4. Komi upp ágreiningur um framkvæmd þessara verklagsreglna er hægt að vísa málinu til Fræðslunefndar Rangárþings eystra

Samþykkt af Sveitastjórn 6/6 2019 hér

© 2016 - 2023 Karellen